Embættið

Samkvæmt 1. gr. laga um umboðsmann barna nr. 83/1994 hefur embættið það meginhlutverk að bæta hag barna og standa vörð um hagsmuni, þarfir og réttindi þeirra í samræmi við ákvæði Barnasáttmálans.

Efnisyfirlit



Hlutverk embættisins er skilgreint í lögum um umboðsmann barna nr. 83/1994. Þar kemur fram að embættinu er ætlað að vinna að bættum hag barna og standa vörð um hagsmuni þeirra, þarfir og réttindi í samræmi við ákvæði Barnasáttmálans. Umboðsmaður skal eiga frumkvæði að stefnumarkandi umræðu í samfélaginu um málefni barna, fylgjast með þróun og túlkun Barnasáttmálans og stuðla að því að hann sé virtur, sem og aðrir alþjóðasamningar sem varða réttindi og velferð barna. Umboðsmaður barna skal jafnframt vinna að því að fullt tillit sé tekið til réttinda barna á öllum sviðum samfélagsins, hjá opinberum aðilum sem og einkaaðilum, og bregðast við ef brotið er gegn réttindum þeirra. Þá er umboðsmanni ætlað að koma með ábendingar og tillögur um það sem betur má fara í lögum og stjórnvaldsfyrirmælum sem varða málefni barna, kynna fyrir almenningi löggjöf sem varðar börn og beita sér fyrir því að gerðar verði rannsóknir á þessu sviði.

Á vefsíðu embættisins má lesa nánar um hlutverk umboðsmanns.

Mannauður

Salvör Nordal er umboðsmaður barna, og hefur hún gengt embætti frá 1. júlí 2017. Annað starfsfólk embættisins á árinu 2024 voru þau Sigurveig Þórhallsdóttir, lögfræðingur, Hafdís Una Guðnýjardóttir, lögfræðingur, Eðvald Einar Stefánsson, sérfræðingur, Andrea Rói Sigurbjörns, sérfræðingur, og Guðlaug Edda Hannesdóttir, sérfræðingur.

Breytingar voru á starfsliði embættisins á árinu, Andrea Rói Sigurbjörns, sérfræðingur sem haldið hefur utan um ungmennastarf embættisins frá árinu 2022, hætti um mitt árið. Guðlaug Edda Hannesdóttir hóf störf í byrjun nóvember sem sérfræðingur hjá embættinu.


Verkefni innan embættisins

Eðvald Einar Stefánsson var fulltrúi embættisins í innleiðingu á grænum skrefum hjá embættinu.

Hafdís Una Guðnýjardóttir var persónuverndarfulltrúi embættisins

Eðvald Einar Stefánsson var jafnréttistengiliður embættisins


Starfshópar

Embættið fær reglulega beiðnir um tilnefningar í starfshópa á vegum hins opinbera. Starfsfólk embættisins sat í eftirfarandi starfshópum á árinu:

Fagráð SES

Hafdís Una Guðnýjardóttir var fulltrúi embættisins í fagráði um verkefnið samvinna eftir skilnað. Fagráð SES er vettvangur fyrir lykilaðila til að styðja við og veita aðstoð við áframhaldandi innleiðingu á stafrænum vettvangi SES.

Velferðarvaktin

Eðvald Einar Stefánsson var fulltrúi embættisins í Velferðarvaktinni.

Samþætting þjónustu í þágu farsældar barna

Sigurveig Þórhallsdóttir var fulltrúi embættisins í starfshópi á vegum mennta- og barnamálaráðuneytisins um innleiðingu samþættingar þjónustu í þágu farsældar barna.

Samstarf við félagasamtök

  • Sigurveig Þórhallsdóttir var fulltrúi embættisins í Náum áttum hópnum.

  • Eðvald Einar Stefánsson var fulltrúi embættisins í Saman hópnum.

  • Sigurveig Þórhallsdóttir var fulltrúi embættisins í vinnuhópi vegna fræðsluefnis um Barnasáttmálann.

Fjárveitingar

ÁrFramlag úr ríkissjóði skv. fjárlögum
202485,2 m.kr
202397,8 m.kr
202297,5 m.kr
202178,5 m.kr.
202077,8 m.kr.

Tafla 1. Fjárveitingar til umboðsmanns barna

Embættið í fjölmiðlum

Vefsíða embættisins gegnir ríku hlutverki í að koma ábendingum og fyrirspurnum barna á framfæri sem og fréttum af starfi embættisins og stöðu barna í íslensku samfélagi. Embættið er einnig virkt á samfélagsmiðlunum Facebook og Instagram.

Fjölmiðlavaktin

Undanfarin ár hefur umboðsmaður barna nýtt þjónustu Fjölmiðlavaktarinnar til að vakta umfjöllun um embættið í útvarpi, sjónvarpi, blöðum og á netmiðlum. Eftirfarandi upplýsingar eru fengnar úr þeirri skýrslu.

Screenshot-2025-08-07-132715

Tafla 1. Þróun fjölda frétta árið 2024 samanborið við árið 2023.

Screenshot-2025-08-07-132731

Tafla 2. Þróun fjölda frétta árið 2024 í samanburði við árið 2023 eftir miðlum.

Þróun tenginga við Facebook

Línuritið hér að neðan sýnir heildarfjölda Facebook-tenginga sem vísuðu í nafnið „Umboðsmaður barna“ á árinu 2024.

Screenshot-2025-08-07-132257

 Tafla 3. Þróun tenginga við Facebook árið 2024. 

Vefsíðan

Á vefsíðu umboðsmanns barna geta börn og ungmenni sent fyrirspurnir með einföldum hætti og jafnframt nálgast svör við algengum spurningum. Vefsíðunni er ætlað að bæta aðgengi barna og ungmenna að umboðsmanni barna og einfalda þeim að sækja nauðsynlegar upplýsingar um sín réttindi.

Umb

Erindi frá börnum

Flest erindi frá börnum koma í gegnum spurt og svarað á vefsíðunni eða á vefspjalli. Mikil áhersla er lögð á að vera í góðum samskiptum við börn og njóta fyrirspurnir frá börnum ávallt forgangs hjá embættinu. Börnum er svarað eins fljótt og unnt er og þeim heitið fullum trúnaði. Starfsfólk embættisins er þó bundið tilkynningarskyldu skv. barnaverndarlögum, nr. 80/2002.

Þegar fyrirspurnir koma í gegnum vefsíðuna getur viðkomandi valið að fá svar í tölvupósti eða að það sé birt á vefsíðunni. Ekki er gerð krafa um að börn gefi upp nafn eða aðrar persónuupplýsingar.

Dæmi um spurningar frá börnum og ungmennum

  • Hvað mega börn/unglingar vinna mikið þegar það er skóli og þegar það er ekki skóli?
  • Mega kennarar spyrja börn persónulegra spurninga eða skipta sér af líðan þeirra?
  • Mega foreldrar mínir taka símann af mér?
  • Mega kennarar banna þér að vera með skartgripi í íþróttum?
  • Þegar ég verð 16 ára hvað þarf ég að fá mikið (í laun) á mánuði til að borga skatt fyrir það?
  • Geta kennarar sagt þér í hverju þú átt að vera í og bannað þér að vera í ákveðnum fötum?
  • Hæ hæ, má kennari "adda" mér á samfélagsmiðlum eins og Facebook og tala við mig?
  • Hvernig get ég farið í fóstureyðingu og má ég gera það án þess að segja mömmu og pabba?

Skrifstofan

Skrifstofa embættis umboðsmanns barna var framan af ári í skrifstofurými Regus á Hafnartorgi. Í lok september flutti skrifstofan í rými á annarri hæð á Hverfisgötu 4 sem áður var nýtt af forsætisráðuneytinu. Þar deila starfsmenn sameiginlegu rými með starfsfólki Ríkislögmanns. Samningur var gerður til þriggja ára í nýju húsnæði. 

Umsagnir

Á vefsíðu umboðsmanns barna birtast umsagnir og álit sem embættið sendir frá sér til Alþingis og annarra opinberra aðila. Hér má finna þær umsagnir sem embættið sendi frá sér á árinu en þær eru einnig aðgengilegar á vefsíðu Alþingis og á samráðsgátt stjórnvalda.

Greinar í fjölmiðlum

Hér má sjá yfirlit yfir greinar frá umboðsmanni barna, Salvöru Nordal sem birtust í fjölmiðlum á árinu:

Grein í tilefni af Degi heyrnar

Grein í Vísbendingu, 24. maí, 2024

Grein 20. nóvember í tilefni af degi mannréttinda barna

Fréttabréf

Umboðsmaður gefur reglulega út rafræn fréttabréf um starfið. Á árinu voru 4 fréttabréf gefin út en hægt er að skrá sig á póstlistann okkar til að fá fréttabréfið sent þegar það kemur út.

Hér má sjá yfirlit yfir fréttabréf sem gefin voru út árið 2024:



Hafðu samband

Þetta vefsvæði byggir á Eplica