Innleiðing og kynning á Barnasáttmálanum

Embættið fylgist með þróun og túlkun Barnasáttmálans, fylgist með að hann sé virtur og leggur áherslu á að kynna sáttmálann með fjölbreyttum leiðum.

Efnisyfirlit



Umboðsmaður barna hefur það hlutverk samkvæmt lögum að vinna að því að stjórnvöld, einstaklingar, félög og önnur samtök einstaklinga taki fullt tillit til réttinda, þarfa og hagsmuna barna. Í starfi sínu skal umboðsmaður barna setja fram ábendingar og tillögur um úrbætur sem snerta hag barna á öllum sviðum samfélagsins. Þá ber umboðsmanni að stuðla að kynningu á löggjöf og öðrum réttarreglum sem varða börn fyrir almenningi. Einnig ber umboðsmanni að stuðla að því að börn fái kynningu á Barnasáttmálanum og þeim réttindum sem í honum felast. Umboðsmaður barna sinnir því hlutverki með ýmsum hætti, m.a. með því að leiðbeina þeim sem til hans leita um réttindi barna. Þá flytur umboðsmaður reglulega erindi og fyrirlestra, heimsækir skóla, og birtir efni á heimasíðu embættisins og samfélagsmiðlum. Embættið tekur virkan þátt í samstarfsverkefninu Barnasattmali.is, þar sem finna má ýmis verkefni, veggspjöld og fróðleik um barnasáttmálann. 

Heimsóknir og fræðsla

  • 5. janúar kynning á starfsemi embættisins fyrir nemendur í lögfræði við Háskóla Íslands.
  • 18. janúar kynning fyrir nemendur í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands
  • 25. janúar kynning fyrir nemendur í kennaranámi við Háskóla Íslands
  • 5. mars erindi á málþingi ÖBÍ um biðlista barna
  • 6. mars Freydís J. Freysteinsdóttir kynnti fyrir starfsmönnum rannsókn um afdrif fósturbarna
  • 13. mars heimsókn til Barnaheilla
  • 21. mars opnunarhátíð Geðheilsumiðstöðvar barna
  • 2. maí ársfundur Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála
  • 7. maí erindi á ársfundi TR
  • 27. ágúst heimsókn til Geðhjálpar
  • 10. september heimsóknir í fangelsi. Hólmsheiði, Litla- Hraun og Sogn
  • 24. september kynning fyrir nema í uppeldisfræði
  • 16. október kynning fyrir lögregluna
  • 24. október heimsókn á Stuðla
  • 4. nóvember heimsókn frá Grænlandi
  • 5. nóvember heimsóknir í Skálatún og Flatahraun
  • 8. nóvember erindi á haustfundi sálfræðingafélags Íslands
  • 15. nóvember Guðjón Friðriksson kom í heimsókn og kynnti bókina Börn í Reykjavík
  • 21. nóvember heimsókn í Klettabæ og Flatahraun
  • 27. nóvember kynning fyrir starfsfólk Geðheilsumiðstöðvar
  • 5. desember kynning fyrir Barnavernd Reykjavíkur
  • 9. desember framhaldsheimsókn í Klettabæ

Fræðsla og umfjöllun á samfélagsmiðlum

Embættið nýtir meðal annars samfélagsmiðlana Facebook og Instagram til að vekja athygli á réttindum barna og fræða áhugasama um ákvæði Barnasáttmálans. Fróðleiksmolar um réttindi barna voru birtir reglulega og yfir jólahátíðina var sérstök áhersla lögð á þekkingu barna og fullorðinna á barnaréttindasáttmálanum. Umboðsmaður barna birti á samfélagsmiðlum sínum myndir af jólasveinum á leið til byggða og tengdi saman með fræðslu á ákveðnum greinum barnasáttmálans.

Umboðsmaður barna á Facebook

Umboðsmaður barna á Instagram

Erindi til stjórnvalda

Eitt af verkefnum umboðsmanns barna er að fylgjast með stöðu barna í samfélaginu og benda stjórnvöldum á það sem betur má fara. Oft á tíðum er sú vitneskja fengin með ábendingum frá almenningi. Umboðsmaður barna kemur þeim ábendingum áfram meðal annars í samtölum eða með því að senda bréf til stjórnvalda. Hér er yfirlit yfir bréf sem send voru á árinu og viðbrögð við þeim.

Bréf til dómsmálaráðherra 31. janúar 2024

Embættið sendi bréf til dómsmálaráðherra varðandi ákvæði almennra hegningarlaga nr. 19/1940 um nauðgun gagnvart börnum og þörf á endurskoðun. 

Bréfið var ítrekað þann 13 maí 2024.

Bréf til heilbrigðisráðherra 26. febrúar

Umboðsmaður óskaði eftir upplýsingum um hvort það standi til að koma á miðlægum biðlistum fyrir börn eftir þjónustu talmeinafræðinga.

Svar frá heilbrigðisráðuneytinu barst 31. október

Bréf til mennta- og barnamálaráðherra 11. mars

Umboðsmaður óskaði eftir upplýsingum um hverngi ráðherra ætli að bregðast við langri bið barna eftir þjónustu.

Svar frá mennta- og barnamálaráðherra barst 24. september 2024

Bréf til heilbirgðisráðherra 11. mars

Umboðsmaður óskaði eftir upplýsingum um hverngi ráðherra ætli að bregðast við langri bið barna eftir þjónustu.

Svar frá heilbrigðisráðherra barst 9. júlí 2024

Bréf til dómsmálaráðherra 11. mars

Umboðsmaður óskaði eftir upplýsingum um hverngi ráðherra ætli að bregðast við langri bið barna eftir þjónustu.

Svar frá dómsmálaráðherra barst 16. desember 2024

Bréf til ríkisstjórnar Íslands og bæjarstjórnar Grindavíkur 13. mars

Í kjölfar fundar með börnum frá Grindavík sendi umboðsmaður barna bréf til ríkisstjórnar Íslands og bæjarstjórnar Grindavíkur. Í bréfi umboðsmanns komu fram helstu áhersluatriði fundarins.

Bréf til allra sveitarfélaga 20. mars

Þar skorar umboðsmaður barna á sveitarfélög landsins að grípa til nauðsynlegra ráðstafana til að bæta hljóðvist í leik- og grunnskólum.

Bréf til heilbrigðisráðherra 18. apríl

Umboðsmaður barna sendi bréf til heilbrigðisráðherra vegna tilmæla félags íslenskra heimilislækna að hætta að skrifa tilvísanir vegna barna.

Svar barst frá heilbrigðisráðherra 1. júlí 2024

Bréf til mennta- og barnamálaráðherra 15. maí

Umboðsmaður barna sendi bréf til mennta- og barnamálaráðherra vegna námsúrræði á vegum Klettabæjar fyrir nemendur á framhaldsskólaaldri.

Bréf umboðsmanns barna var ítrekað 24. september

Svar barst frá mennta- og barnamálaráðuneytinu 9. október

Umboðsmaður sendi svar til ráðuneytisins 22. október til að fylgja eftir fyrra erindi

Svar frá mennta- og barnamálaráðherra barst 6. nóvember

Bréf til mennta- og barnamálaráðherra 16. maí

Umboðsmaður barna sendi bréf vegna fyrirhugaðrar lokunar meðferðardeildar Stuðla á tímabilinu 12. júlí til 8. ágúst.

Svar barst frá mennta- og barnamálaráðherra 6. júní 2024

Bréf til Strætó 21. maí

Umboðsmaður óskaði eftir upplýsingum um verklagsreglur vegna samskipta við börn.

Svar frá Strætó barst 2. júlí 2024

Bréf til mennta- og barnamálaráðherra 25. júlí

Umboðsmaður barna óskaði eftir upplýsingum um hvort til staðar væri skýr og heildstæð áætlun um innleiðingu á nýju samræmdu námsmati. Þá óskaði umboðsmaður einnig eftir upplýsingum um hvenær áætlað væri að nýtt samræmt námsmat yrði innleitt að fullu. Jafnframt var óskað eftir upplýsingum um hvenær skýrsla um framkvæmd skólahalds yrði lögð fyrir Alþingi en ráðherra ber að gera það á þriggja ára fresti.

Svar frá ráðuneytinu barst 19. ágúst 2024

Bréf til mennta- og barnamálaráðherra 22. ágúst

Ofangreint svar ráðuneytisins sló ekki á áhyggjur embættisins af innleiðingu á nýju samræmdu námsmati og eftirliti ráðherra með framkvæmd skólastarfs. Umboðsmaður barna sendi því annað bréf.

Svar frá ráðuneytinu barst 24. ágúst 2024.

Bréf til mennta- og barnamálaráðherra 12. nóvember

Umboðsmaður barna sendi bréf til mennta- og barnamálaráðherra vegna úrræðaleysis sem skapast hefur í málefnum barna með fjölþættan vanda. 

Svar barst frá ráðuneytinu 9. desember 2024.

Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna

Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna hefur það hlutverk að hafa eftirlit með framkvæmd Barnasáttmálans í aðildarríkjum og gefur nefndin reglulega út almennar athugasemdir (e. general comments) sem veita nánari upplýsingar um hvernig aðildarríki geti uppfyllt skyldur sínar samkvæmt Barnasáttmálanum.

Hér má nálgast yfirlit yfir allar almennar athugasemdir

Þann 31. janúar voru birt drög að almennri athugasemd barnaréttarnefndarinnar nr. 27 sem kemur til með að fjalla um réttindi barna til aðgangs að réttlæti og raunhæfum úrræðum. Lögð er áhersla á að börn eigi rétt á upplýsingum sem þau skilja, aðstoð lögmanns og aðgengi að kvörtunarleiðum sem eru aðlagaðar að aldri þeirra og þroska. Hér er hægt að nálgast lýsingu á fyrirhugaðri athugasemd.


Hafðu samband

Þetta vefsvæði byggir á Eplica