Barnaþing

Samkvæmt lögum um umboðsmann barna er þing um málefni barna haldið annað hvert ár. 

Fyrsta barnaþingið var haldið þann 21. og 22. nóvember 2019 í Hörpu og tóku 139 börn þátt. Barnaþingi er ætlað að efla börn til þátttöku í lýðræðislegri umræðu um málefni sem snerta þau og veita sjónarmiðum þeirra farveg inn í almenna stefnumótun og þjóðfélagsumræðu í samræmi við 12. gr. Barnasáttmálans. Barnaþing er vettvangur þar sem börn geta örugg og frjáls látið skoðanir sínar í ljós og áhersla lögð á að þau fái tækifæri til að ræða skoðanir sínar við fullorðna sem munu hlusta og taka tillit til þeirra.

Áhersla var lögð á möguleika barna á að hafa áhrif á eigin líf og umhverfi. Leitað var eftir sjónarmiðum barna um með hvaða hætti þau upplifa áhrif eða áhrifaleysi í daglegu lífi og hvað þeim finnist mikilvægast að stjórnvöld fjalli um.

Elín Elísabet teiknari fangaði augnablik barnaþings 2019 með sínum skemmtilegu teikningum. Teikningarnar er hægt að skoða í heild sinni hér

 IMG_3436

Börn valin með slembivali

Barnaþingið 2019 var fyrsta þing sinnar tegundar hér á landi þar sem fjölbreyttum hópi barna er boðið til þátttöku frá öllu landinu. Til að endurspegla þann fjölbreytileika var ákveðið að velja börn á þingið með slembivali úr Þjóðskrá Íslands en auk þess var börnum sem tilheyra minnihlutahópum á Íslandi sérstaklega boðin þátttaka. Gætt var að kynja- og aldurshlutfalli og búsetu þátttakenda.

Barnaþing þátttakendur

Dagskrá barnaþings 2019

Barnaþing 2019 var sett við hátíðlega dagskrá í Norðurljósasal Hörpu þann 21. nóvember. Boðið var upp á lifandi dagskrá með virkri þátttöku barna og fullorðinna. Í tengslum við þingið var einnig lögð fram skýrsla um stöðu barna í íslensku samfélagi.

ungmenni

Þann 22. nóvember fóru fram umræður með þjóðfundarfyrirkomulagi í Silfurbergi í Hörpu. Börnin hófu umræðuna um morguninn á vinnuborðum en strax eftir hádegi mættu fullorðnir gestir þ. á m. ráðherrar, alþingismenn, fulltrúar stofnana ríkis og sveitarfélaga auk fulltrúa aðila vinnumarkaðarins og frjálsra félagasamtaka sem koma að málefnum barna til að taka þátt í áframhaldandi umræðu um þau umfjöllunarefni sem börnin völdu. Í lok þeirrar umræðu var gerð grein fyrir niðurstöðum og þær afhentar fulltrúum ríkisstjórnarinnar.

Verndari barnaþings 2019 var Vigdís Finnbogadóttir, fyrrum forseti Íslands.

  • ráðherrar
  • Frú Vigdís Finnbogadóttir

Fjölmiðlaumfjöllun um barnaþing 


Myndir frá barnaþingi

  • Barn á barnaþingi
  • Starfsfólk barnaþings
  • þátttakendur barnaþings
  • borðstjóri
  • Strákur á barnaþingi
  • Frá barnaþingi

Hafðu samband

Þetta vefsvæði byggir á Eplica