Kynning á Barna­sáttmálanum

Embættið leggur ríka áherslu á að kynna Barnasáttmálann fyrir sem flestum með fjölbreyttum leiðum.

Umboðsmaður barna og starfsmenn embættisins kynna barnasáttmálann með margvíslegum hætti fyrir börnum og fagfólki sem vinnur með börnum. Á árinu stóð embættið m.a. að fræðslu um réttindi barna fyrir nemendur og kennara í Flataskóla og Snælandsskóla og hélt námskeið fyrir nýtt starfsfólk í barnavernd í samstarfi við Barnaverndarstofu. Þá komu nokkrir nemendahópar frá Háskóla Íslands í heimsókn til embættisins þar sem þau fengu nánari fræðslu um það og Barnasáttmálann. 

Barnasáttmálinn 30 ára

Þann 20. nóvember 2019 voru 30 ár liðin frá því að Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins eða Barnasáttmálinn, var samþykktur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna.

Bsm30ara_stort

Af því tilefni lét umboðsmaður barna, í samstarfi við UNICEF á Íslandi og Barnaheill - Save the Children á Íslandi útbúa sérstakt merki sem notað var á afmælisárinu.

Samtal um réttindi barna

Umboðsmaður barna Salvör Nordal var á árinu gestastjórnandi hjá Ævari Kjartanssyni í Samtalinu sem er vikulegur þáttur á sunnudagsmorgnum á Rás 1. Markmið þessara þátta var meðal annars að vekja athygli almennings á réttindum barna og Barnasáttmálunum. Þættirnir voru sendir út í apríl og maí og viðmælendur voru fólk sem hefur reynslu og fagþekkingu af starfi með börnum eða vinna að réttindum barna. Þættirnir eru aðgengilegir á vefsíðu umboðsmanns barna .

Þættirnir

  • 1. þáttur - viðmælandi: Regína Jensdóttir, yfirmaður Barnaréttarsviðs Evrópuráðsins

  • 2. þáttur - viðmælandi: Bragi Guðbrandsson, fulltrúi í Barnaréttarnefnd SÞ og fyrrv. forstjóri Barnaverndarstofu

  • 3. þáttur - viðmælandi: Hrefna Friðriksdóttir, prófessor í fjölskyldu- og erfðarétti

  • 4. þáttur - viðmælandi: Alfa Aradóttir, deildarstjóri frístunda- og forvarnadeildar hjá Akureyrabæ

  • 5. þáttur - viðmælandi: Sigríður Heiða Bragadóttir, skólastjóri Laugarnesskóla

  • 6. þáttur - viðmælandi: Elfa Lilja Gísladóttir, verkefnastjóri List fyrir alla

  • 7. þáttur - viðmælandi: Sigrún Júlíusdóttir, prófessor emeritus og formaður stjórnar RBF

  • 8. þáttur - viðmælandi: Ársæll Már Arnarsson, prófessor, Menntavísindasvið HÍ

  • 9. þáttur - viðmælandi: Geir Gunnlaugsson, prófessor og fyrrv. landlæknir

  • 10. þáttur - viðmælandi: Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra


Istock-1198581181

Umfjöllun um einstakar greinar Barnasáttmálans

Á afmælisárinu birti umboðsmaður barna í samstarfi við UNICEF á Íslandi og Barnaheill – Save the children á Íslandi umfjöllun um einstakar greinar sáttmálans, eina í hverjum mánuði. Markmið samstarfsins var að vekja athygli á Barnasáttmálanum sem leiðarljósi í allri þjónustu við börn. 

Ítarefni um einstakar greinar Barnasáttmálans

Greinarnar eru ritaðar af starfsfólki umboðsmanns barna, Barnaheilla og UNICEF á Íslandi. 


Fræðsluvefur um Barnasáttmálann

Umboðsmaður barna, Barnaheill – Save the Children á Íslandi og UNICEF á Íslandi hafa frá árinu 2009 unnið saman að því að stuðla að aukinni vitund almennings um Barnasáttmálann. Afrakstur þeirrar vinnu er m.a. vefsíðan barnasattmali.is sem unnin var í samstarfi við Menntamálastofnun, en þar er að finna fjölbreytt kynningar- og fræðsluefni um Barnasáttmálann. Á árinu hófst vinna við endurnýjun vefsins. Verkefnið er styrkt af forsætisráðuneytinu. 


Hafðu samband

Þetta vefsvæði byggir á Eplica