Kynning á Barnasáttmálanum

Embættið leggur ríka áherslu á að kynna Barnasáttmálann fyrir sem flestum með fjölbreyttum leiðum.

Hlutverk umboðsmanns barna er m.a. að stuðla að kynningu á löggjöf og öðrum réttarreglum sem varða börn fyrir almenningi. Einnig ber umboðsmanni að stuðla að því að börn fái kynningu á Barnasáttmálanum og þeim réttindum sem í honum felast. Umboðsmaður barna sinnir því hlutverki með ýmsum hætti, m.a. með því að leiðbeina þeim sem til hans leita um réttindi barna, fyrirlestrum, heimsóknum í skóla, greinum á heimasíðu embættisins og samfélagsmiðlum ásamt samstarfsverkefninu Barnasáttmali.is þar sem finna má ýmis verkefni, veggspjöld og fróðleik um Barnasáttmálann.

Heimsóknir í grunnskóla og leikskóla

Starfsmenn embættisins heimsóttu á árinu m.a. Kerhólsskóla, grunnskóla á Suðureyri, Þingeyri, Flateyri, Ísafirði, Súðavík og Bolungarvík. Auk þess var farið í heimsókn á leikskólann Glaðheima í Bolungarvík. Í heimsóknunum voru nemendur fræddir um Barnasáttmálann og réttindi barna og fengu kynningu á embættinu. Nemendur tóku starfsfólki umboðsmanns barna mjög vel og komu einnig á framfæri ábendingum um hvað betur mætti fara í starfi grunnskóla og annarri þjónustu við börn. 

Mynd með færslu

Mynd með færslu

Fræðsla á samfélagsmiðlum

Embættið er nokkuð virkt á samfélagsmiðlum og nýtir þann vettvang til að fræða áhugasama um starfsemi embættisins og réttindi barna. Á aðventunni nýtti umboðsmaður barna samfélagsmiðla til að minna á réttindi barna með því að birta létta spurningaþraut þar sem reyndi á þekkingu almennings á réttindum barna . Þátttaka í jólaþrautinni var mjög góð og sérstaklega eftir að visir.is birti hana á sínum vef.

hundur


Hafðu samband

Þetta vefsvæði byggir á Eplica