Barnaþing

Samkvæmt lögum um umboðsmann barna skal embættið boða til þings um málefni barna annað hvert ár og skulu niðurstöður og ályktanir þingsins kynntar ríkisstjórn.

Úrdráttur

  • Barnaþing fór fram í Hörpu dagana 3. – 4. mars 2022 með þátttöku um 150 barna.

  • Skýrsla var lögð fram á barnaþingi sem að þessu sinni fjallaði um réttindi barna á tímum heimsfaraldurs og hlutverk og vægi Barnasáttmálans í þeim aðstæðum.

  • Að barnaþingi loknu afhenti umboðsmaður barna ásamt fulltrúum úr Ráðgjafarhóp embættisins ráðherrum skýrslu um niðurstöður barnaþings en þar var sérstök áhersla lögð á mannréttindi, menntun og umhverfis- og loftlagsmál. Afhendingin fór fram í ráðherrabústaðnum.

  • Alls voru 55 trjáplöntur gróðursettar í Vinaskógi við Þingvelli til að kolefnisjafna ferðir barnaþingmanna á þingið. Verkefnið var í samstarfi við Skógræktarfélag Íslands og Yrkju, sjóð æskunnar til ræktunar landsins. 


Samkvæmt lögum um umboðsmann barna skal embættið boða til þings um málefni barna annað hvert ár og skulu niðurstöður og ályktanir þingsins kynntar ríkisstjórn. Boða skal fjölbreyttan hóp barna til þingsins, alþingismenn og fulltrúa stofnana ríkis og sveitarfélaga, auk fulltrúa aðila vinnumarkaðarins og frjálsra félagasamtaka sem koma að málefnum barna. Barnaþing umboðsmanns barna var fyrst haldið í Hörpu í nóvember 2019 og var áætlað að annað barnaþing yrði haldið tveimur árum síðar eða í nóvember 2021. Vegna sóttvarnartakmarkana á árinu 2021 varð að fresta þinginu og fór það fram í Hörpu dagana 3. og 4. mars 2022.

Barnathing_2022-56

Umboðsmaður barna sendi 350 börnum alls staðar að af landinu boðsbréf., Notast er við slembival til að tryggja sem fjölbreyttasta þátttöku á barnaþing. Af þeim skráðu 150 börn sig til þátttöku. Barnaþing er einstakur vettvangur fyrir samráð við börn og er niðurstöðum barnaþings ætlað að vera mikilvægt framlag til stefnumótunar til framtíðar í málefnum barna á Íslandi. Dagskráin hófst eftir hádegi þann 3. mars með hátíðardagskrá en síðan var haldinn fundur með þjóðfundarstíl þann 4. mars þar sem fullorðnir og börn komu saman og ræddu málefni sem brenna á börnum. Verndari barnaþings er Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands.

  • Barnathing_2022-68
  • Barnathing_2022-78
  • Barnathing_2022-66
  • Barnathing_2022-4
  • Barnathing_2022-37
  • Barnathing_2022-41

Skýrsla lögð fram á barnaþingi

Á þinginu lagði umboðsmaður barna fram skýrslu um réttindi barna á tímum heimsfaraldurs og hlutverk og vægi Barnasáttmálans í þeim aðstæðum.

Barnaþingsskýrsla afhent ráðherrum

Þann 27. maí 2022 afhentu fulltrúar úr ráðgjafarhópi umboðsmanns barna ráðherrum ríkisstjórnarinnar skýrslu barnaþings. Þar er að finna helstu niðurstöður úr vinnu barnaþingmanna en sérstök áhersla var lögð á mannréttindi, menntun og umhverfis- og loftlagsmál.

Í kjölfar afhendingarinnar flutti Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra munnlega skýrslu um niðurstöður barnaþings á Alþingi þann 9. júní. Þar fagnaði hún hversu vel hefði tekist með barnaþing og áréttaði mikilvægi þess sem vettvangs fyrir börn til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri.Barnathing_afhending_radherrabustadur_net-5

Barnathing_afhending_radherrabustadur_net-23

Gróðursetning í Vinaskógi

Nemendur í Kerhólaskóla í Grímsnes- og Grafningshreppi, ásamt umboðsmanni barna, gróðursettu 55 trjáplöntur í Vinaskógi við Þingvelli þann 2. júní. Markmið gróðursetningarinnar var að kolefnisjafna ferðir barnaþingmanna, sérstaklega þeirra sem komu hvað lengst af á barnaþing. Þetta var gert í samræmi við áherslur barnaþingmanna á umhverfis- og loftlagsmál og umhverfisvæna samgöngumáta. Verkefnið var í samstarfi við Skógræktarfélag Íslands og Yrkju, sjóð æskunnar til ræktunar landsins. Vigdís Finnbogadóttir átti upphaflega hugmyndina að Vinaskógi og er hún verndari hans og því vel við hæfi að velja Vinaskóg til gróðursetningarinnar.

  • Grodursetning03
  • Grodursetning02
  • Grodursetning04
  • Grodursetning01



Hafðu samband

Þetta vefsvæði byggir á Eplica