Embættið

Vinnur að bættum hag barna og stendur vörð um hagsmuni þeirra, þarfir og réttindi.

Úrdráttur

  • Umboðsmaður barna er Salvör Nordal en auk hennar störfuðu 5 manns hjá embættinu

  • Embættið fær reglulega beiðnir um tilnefningar í hina ýmsu starfshópa á vegum hins opinbera.

  • Embættið fékk sérstaka fjárveitingu á árinu vegna tilraunaverkefnis til tveggja ára um réttindagæslu barna. Um hana er kveðið um í aðgerðaráætlun um innleiðingu Barnasáttmálans.

  • Á vefsíðunni barn.is birtast fréttir úr starfi embættisins og um stöðu barna í íslensku samfélagi. Þar má einnig finna svör við ýmsum erindum frá börnum og ungmennum.

  • Embættið gefur reglulega út skýrslur og annað sem tengist m.a. innleiðingu Barnasáttmálans.

  • Umboðsmaður gaf út 6 fréttabréf á árinu.


Hlutverk umboðsmanns barna er skilgreint í lögum nr. 83/1994, um umboðsmann barna. Þar kemur fram að embættinu er ætlað að vinna að bættum hag barna og standa vörð um hagsmuni þeirra, þarfir og réttindi í samræmi við ákvæði Barnasáttmálans. Umboðsmaður skal eiga frumkvæði að stefnumarkandi umræðu í samfélaginu um málefni barna, fylgjast með þróun og túlkun Barnasáttmálans og stuðla að því að hann sé virtur, sem og aðrir alþjóðasamningar sem varða réttindi og velferð barna. Umboðsmaður barna skal jafnframt vinna að því að fullt tillit sé tekið til réttinda barna á öllum sviðum samfélagsins, hjá opinberum aðilum sem og einkaaðilum, og bregðast við ef brotið er gegn réttindum þeirra. Þá er umboðsmanni ætlað að koma með ábendingar og tillögur um það sem betur má fara í lögum og stjórnvaldsfyrirmælum sem varða málefni barna, kynna fyrir almenningi löggjöf sem varðar börn og beita sér fyrir því að gerðar verði rannsóknir á þessu sviði.

Mannauður

Hjá embættinu störfuðu 6 manns í 5 og hálfu stöðugildi árið 2022. Salvör Nordal er umboðsmaður barna, og hefur hún gegnt embætti frá 1. júlí 2017. Aðrir starfsmenn á árinu voru: Guðríður Bolladóttir, yfirlögfræðingur, Eðvald Einar Stefánsson, sérfræðingur, Stella Hallsdóttir, lögfræðingur, Sigurveig Þórhallsdóttir, lögfræðingur, Tinna Rós Steinsdóttir, sérfræðingur og Andrea Rói Sigurbjörns, sérfræðingur. Tinna Rós sá um ráðgjafarhóp umboðsmanns barna og ungmennaráð heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna fyrri hluta ársins en hvarf þá til annarra starfa og Andrea Rói tók við. Salvör var í veikindaleyfi frá október til ársloka og var Guðríður Bolladóttir settur umboðsmaður barna þann tíma.

  • HEIMASIDA2
  • HEIMASIDA3
  • HEIMASIDA5
  • HEIMASIDA4
  • Tinnaros
  • Andrea-roi-arsskyrsla_1687267033228

Starfshópar

Embættið fær reglulega beiðnir um tilnefningar í starfshópa á vegum hins opinbera. Starfsmenn embættisins voru í eftirfarandi starfshópum á árinu:

  • Endurskoðun undanþágukafla aðalnámskrár grunnskóla
  • Sigurveig Þórhallsdóttir og Stella Hallsdóttir voru fulltrúar embættisins í starfshópi á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins um endurskoðun á undanþágukafla aðalnámskrár grunnskóla.
  • Framkvæmd og fyrirkomulag nýs matsferils
  • Eðvald Einar Stefánsson var fulltrúi embættisins í samráðshópi á vegum mennta- og barnamálaráðuneytisins um framtíðarstefnu um samræmt námsmat.
  • Samþætting þjónustu í þágu farsældar barna
  • Guðríður Bolladóttir var fulltrúi embættisins í starfshópi á vegum félagsmála­ráðuneytisins um innleiðingu samþættingar þjónustu í þágu farsældar barna.
  • Ráðgjafahópur um framkvæmdaráætlun á sviði barnaverndar 2023–2027
  • Guðríður Bolladóttir var fulltrúi embættisins í ráðgjafahóp á vegum mennta- og barnamálaráðuneytisins um framkvæmdaráætlun á sviði barnaverndar 2023-2027.
  • Stýrihópur stjórnarráðsins um mælaborð um velferð barna
  • Salvör Nordal var fulltrúi embættisins í stýrihópi stjórnarráðsins um mælaborð um málefni og velferð barna en hópurinn lauk störfum á árinu.
  • Velferðarvaktin
  • Eðvald Einar Stefánsson var fulltrúi embættisins í Velferðarvaktinni.
  • Verkefnastjórn heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna
  • Embættið átti áheyrnarfulltrúa í verkefnastjórnarhópi sem leiddur var af forsætisráðuneytinu í samstarfi við utanríkisráðuneytið. Fyrri hluta árs var sá fulltrúi Tinna Rós Steinsdóttir og seinni hluta árs var það Andrea Rói Sigurbjörns. 
  • Fagráð SES

    Guðríður Bolladóttir var fulltrúi embættisins í fagráði um verkefnið samvinna eftir skilnað. Fagráð SES er vettvangur fyrir lykilaðila til að styðja við og veita aðstoð við áframhaldandi innleiðingu á stafrænum vettvangi SES. 

Önnur verkefni innan embættisins

Guðríður Bolladóttir var persónuverndarfulltrúi embættisins.

Eðvald Einar Stefánsson var jafnréttistengiliður embættisins.

Eðvald Einar Stefánsson og Stella Hallsdóttir voru fulltrúar embættisins í innleiðingu á grænum skrefum hjá embættinu.

Samstarf við félagasamtök

  • Sigurveig Þórhallsdóttir og Stella Hallsdóttir voru fulltrúar embættisins í Náum áttum hópnum.
  • Eðvald Einar Stefánsson var fulltrúi embættisins í Saman hópnum.
  • Sigurveig Þórhallsdóttir og Stella Hallsdóttir voru fulltrúar embættisins í vinnuhópi vegna fræðsluefnis um Barnasáttmálann.

Fjárveitingar

Embættið fékk sérstaka fjárveitingu á árinu vegna tilraunaverkefnis til tveggja ára um réttindagæslu barna sem kveðið er um í aðgerðaráætlun um innleiðingu Barnasáttmálans. Auglýst var eftir lögfræðingi í byrjun ársins og sóttu 55 um starfið.

Ár Framlag úr ríkissjóði skv. fjárlögum
2022 97,5 m.kr
2021 78,5 m.kr
2020 77,8 m.kr.
2019 78,8 m.kr.
2018 53,3 m.kr.

Tafla 1. Fjárveitingar til umboðsmanns barna

Sam-mcghee-KieCLNzKoBo-unsplash

Embættið í fjölmiðlum

Vefsíða embættisins gegnir ríku hlutverki í að koma ábendingum og fyrirspurnum barna á framfæri sem og fréttum af starfi embættisins og stöðu barna í íslensku samfélagi. Embættið er einnig virkt á samfélagsmiðlunum Facebook og Instagram.

Undanfarin ár hefur umboðsmaður barna nýtt þjónustu Fjölmiðlavaktarinnar til að vakta umfjöllun um embættið í útvarpi, sjónvarpi, blöðum og á netmiðlum.

Mynd1-throun-fretta-2022

Mynd 1. Þróun frétta árið 2022 í samanburði við árið 2021.

Tafla2-fjoldi-fretta-midlar

Tafla 2. Þróun fjölda frétta 2021 í samanburði við árið 2020 eftir miðlum.

Vefsíða

Á vefsíðu umboðsmanns barna geta börn og ungmenni sent fyrirspurnir með einföldum hætti og jafnframt nálgast svör við algengum spurningum. Vefsíðunni er ætlað að bæta aðgengi barna og ungmenna að umboðsmanni barna og einfalda þeim að sækja nauðsynlegar upplýsingar um sín réttindi. 

Vefsida2

Útgefið efni

Embættið gefur reglulega út skýrslur og annað efni sem tengist Barnasáttmálanum og stöðu barna í íslensku samfélagi. Þá gefur embættið út rafræn fréttabréf og umboðsmaður barna skrifar reglulega greinar í blöð um þau málefni barna sem eru efst á baugi hverju sinni.

Skýrslur

Eftirfarandi skýrslur voru gefnar út á árinu.

Greinar í fjölmiðlum

Hér má sjá yfirlit yfir greinar frá umboðsmanni barna, Salvöru Nordal sem birtust í fjölmiðlum á árinu.

Andrey-andreyev-dh8ONmfQyQQ-unsplash-1-

Fréttabréf

Umboðsmaður gaf út 6 rafræn fréttabréf á árinu.


Hafðu samband

Þetta vefsvæði byggir á Eplica