Innleiðing og kynning á Barnasáttmálanum

Embættið fylgist með þróun og túlkun Barnasáttmálans, fylgist með að hann sé virtur og leggur áherslu á að kynna sáttmálann með fjölbreyttum leiðum.

Úrdráttur

  • Umboðsmaður barna og starfsfólk embættisins heimsótti Reykjanesbæ í mars og kynnti sér þá starfsemi sveitarfélagsins sem varðar börn og ungmenni og hitti þá sem vinna þar að málefnum barna.

  • Embættið tók þátt í Vísindaskóla unga fólksins í Háskólanum á Akureyri og var starfsfólk þar sem erindi um réttindi barna og Barnasáttmálann.

  • Reglubundið mat embættisins á stöðu innleiðingar Barnasáttmálans fer fram með ýmsum hætti. Í þessum kafla er yfirlit yfir þau bréf sem umboðsmaður hefur sent frá sér á árinu. 



Hlutverk umboðsmanns barna er m.a. að stuðla að kynningu á löggjöf og öðrum réttarreglum sem varða börn fyrir almenningi. Einnig ber umboðsmanni að stuðla að því að börn fái kynningu á Barnasáttmálanum og þeim réttindum sem í honum felast. Umboðsmaður barna sinnir því hlutverki með ýmsum hætti, m.a. með því að leiðbeina þeim sem til hans leita um réttindi barna. Þá flytur umboðsmaður reglulega erindi og fyrirlestra, heimsækir skóla, skrifar greinar á heimasíðu embættisins, birtir efni á samfélagsmiðlum. Embættið tekur virkan þátt í samstarfsverkefninu Barnasattmali.is, þar sem finna má ýmis verkefni, veggspjöld og fróðleik um barnasáttmálann.

Barnasattmalinn_is

Heimsóknir og fræðsla

Í marsmánuði heimsótti umboðsmaður barna og starfsfólk embættisins Reykjanesbæ til að kynna sér þá starfsemi sveitarfélagsins er varðar börn og hitta þá sem vinna þar að málefnum barna. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri tók á móti starfsfólki embættisins í ráðhúsi Reykjanesbæjar þar sem kynningar voru á starfsemi barnaverndarnefndar og teymi alþjóðlegrar verndar. Því næst voru Stapaskóli, Háaleitisskóli, tónlistarskólinn og leikskólinn Tjarnarsel heimsóttir auk þess sem kynning var á starfsemi 88 hússins sem er ungmennahús staðarins. Heimsóknin var liður í að efla tengsl embættisins við þá sem starfa að málefnum barna um allt land.     

  • Heimsokn-reykjanes03
  • Heimsokn-reykjanes06

Í kjölfar nýs verkefnis um réttindagæslu barna fékk embættið styrk frá Starfsþróunarsetri BHM til að fræðast um sambærileg verkefni hjá öðrum umboðsmönnum barna. Í mars heimsótti Guðríður Bolladóttir, yfirlögfræðingur umboðsmann barna og umboðsmann nemenda í Svíþjóð þar sem hún fræddist um þeirra starf í þágu réttinda barna. Í apríl heimsótti Salvör Nordal, umboðsmaður barna, ásamt lögfræðingunum Guðríði Bolladóttur og Stellu Hallsdóttur embætti umboðsmanna barna í Belgíu, annars vegar Kinderrechtencommissariaat, sem Caroline Vrijens leiðir og hins vegar Délégué général aux droits de l'enfant, sem leitt er af Bernard De Vos þar sem sérstaklega var rætt um réttindagæslu fyrir börn og starfsemi embættanna. Í heimsókninni átti umboðsmaður sérstakan fund með forseta flæmska þingsins í Brussel, Ms. Liesbeth Homans.

Í júní tóku Eðvald Einar Stefánsson, sérfræðingur og Sigurveig Þórhallsdóttir, lögfræðingur, þátt í Vísindaskóla unga fólksins í Háskólanum á Akureyri. Þar kynntu þau starfsemi umboðsmanns barna og Barnasáttmálann fyrir áhugasömum nemendum Vísindaskólans sem voru á aldrinum 11 – 13 ára.

Visindaskoli-01

Fræðsla á samfélagsmiðlum

Embættið nýtir samfélagsmiðlana Facebook og Instagram til að fræða áhugasama um starfsemi embættisins og réttindi barna. Á hverjum föstudegi birtir embættið í sögu á samfélagsmiðlunum fróðleik dagsins þar sem fjallað er stuttlega um einstök réttindi barna. Þá var haldin jólagetraun á aðventunni þar sem fólki gafst tækifæri til að svara spurningum um Barnasáttmálann. 

bonsai tré

Reglubundið mat á innleiðingu Barnasáttmálans

Reglubundið mat embættisins á stöðu innleiðingar Barnasáttmálans fer fram með ýmsum hætti. Er það m.a. gert með því að fylgja eftir fyrirspurnum, ábendingum og umsögnum til Alþingis um frumvörp og þingsályktunartillögur auk veittra umsagna í samráðsgátt stjórnvalda. Embættið á iðulega frumkvæði að stefnumótandi umræðu um ýmis mál sem varða hag barna í samfélaginu. Þá hefur embættið lagt aukna áherslu á að gera upplýsingar um stöðu barna aðgengilegar sem hafa hingað til ekki verið birtar eða sem erfitt hefur verið að nálgast. 

Bréf til ýmissa aðila

Framkvæmd PCR sýnatöku á börnum

Menntun barna í faraldri

Hækkun á ungmennakortum Strætó

Þess ber að geta að á barnaþingi 2019 og 2022 voru umræður um samgöngur áberandi hjá barnaþingmönnum sem kölluðu eftir því að strætó yrði gjaldfrjáls fyrir börn og ungmenni. Umboðsmaður barna mun því áfram fylgja þessu máli eftir.

Mat á áhrifum á börn

Um skólaráð framhaldsskóla og reglugerðarheimild

Sóttkví og einangrun barna, beiðni um upplýsingar

Framkvæmd þol- og hlaupaprófa í grunnskólum (píp-test)

Verklag í málum ólögráða einstaklinga sem lenda í umferðaróhappi

Vernd barna gegn ofbeldi

Vegna skýrslu um framkvæmd skólastarfs í grunnskólum

Afskipti lögreglu af barni

Framkvæmd þvingunarúrræða

Réttindi barna í leikskólum

Endurbætur á vegum sem þjóna skólaakstri

Gjaldtaka í strætisvögnum fyrir börn

  • Sent til Reykjavíkurborgar og stjórnar Strætó bs. þann 16. september. Sjá hér og hér.  

Tannréttingar barna

Sent til heilbrigðisráðherra þann 13. október. Svar barst 30. nóvember.

Staða barna sem eiga foreldra í fangelsum

Fylgd barna úr frístundaheimilum á íþróttaæfingar

Loftbrúin og réttur barna til umgengni

Lýðræðisleg þátttaka barna

Niðurskurður í þjónustu við börn


Hafðu samband

Þetta vefsvæði byggir á Eplica