Kynning á Barnasáttmálanum

Embættið leggur ríka áherslu á að kynna Barnasáttmálann fyrir sem flestum með fjölbreyttum leiðum.

Umboðsmaður barna og starfsmenn embættisins kynna Barnasáttmálann með margvíslegum hætti fyrir börnum og fagfólki sem vinnur með börnum. Í byrjun árs heimsótti starfsfólk embættisins grunnskóla á Egilsstöðum, Fellabæ, Seyðisfirði og Djúpavogi í tengslum við ferð sína á Austurland sem áður hefur verið greint frá. Í þessum heimsóknum fengu nemendur m.a. fræðslu um réttindi barna og Barnasáttmálann. Heimsfaraldurinn hafði áhrif á heimsóknir og kynningar embættisins þar sem skrifstofan var lokuð fyrir utanaðkomandi hópum. Þess í stað fengu nokkrir nemendahópar frá Háskóla Íslands rafræna fræðslu um starfsemi umboðsmanns barna og Barnasáttmálann.

Jóladagatal á samfélagssíðum

Í desember fékk embættið til liðs við sig nokkra einstaklinga til að taka upp myndband með stuttu ávarpi um einstaka greinar Barnasáttmálans. Myndböndin voru birt á Facebook og Instagram daglega, það fyrsta 1. desember og það síðasta á aðfangadag. Markmiðið var að vekja athygli á og kynna greinar Barnasáttmálans. Meðal þeirra sem fram komu í þessum myndböndum voru Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, ásamt fjölda annarra einstaklinga sem vinna að málefnum barna og ungmenna. 

Jóladagatal umboðsmanns barna á Facebook.

  • 1.-des
  • 2.-des
  • 3.-des
  • 4.-des
  • 5.-des
  • 6.-des
  • 7.-des
  • 8.-des
  • 9.-des
  • 10.-des
  • 11.-des
  • 12.-des
  • 13.-des
  • 14.-des
  • 15.-des
  • 16.-des
  • 17.-des
  • 18.-des
  • 19.-des
  • 20.-des
  • 21.-des
  • 22.-des
  • 23.-des
  • 24.-des

Fræðsluvefur um Barnasáttmálann

Í lok ársins var vefsíðan Barnasáttmali.is opnuð á ný. Um er að ræða samstarfsverkefni embættis umboðsmanns barna, Barnaheilla – Save the Children á Íslandi, UNICEF á Íslandi og Menntamálastofnunar. Verkefnið var styrkt af forsætisráðuneytinu.

Umboðsmaður barna, Barnaheill og UNICEF hafa frá árinu 2009 unnið saman að því að stuðla að aukinni vitund almennings um Barnasáttmálann. Vefsíðan og veggspjöld um Barnasáttmálann er afrakstur þess samstarfs.

Barnasattmalinn_is


Hafðu samband

Þetta vefsvæði byggir á Eplica